Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 18:51 Færeyingurinn Reiley fagnaði sigri í dönsku undankeppninni í gær. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix, DR Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. Eurovision Danmörk Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið.
Eurovision Danmörk Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira