Kvöldfréttir Stöðvar 2 Atvinnurekandi segir vert að skoða hvort lækka eigi launabil milli dagvinnu og kvöld- og helgarvinnu. Slík nálgun á næstu kjarasamninga myndi koma í veg fyrir hækkandi vöruverð. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekkert vit í slíkum hugmyndum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4.6.2022 18:05
Fluttur á Landspítala eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Geldingafelli við Langjökul. Ekki er vitað um alvarleika slyssins. 4.6.2022 15:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3.6.2022 18:01
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3.6.2022 13:20
Bensínverð Orkunnar hækkar um 30 krónur með nokkrum metrum Verð á bensíni hefur aldrei verið hærra í krónum talið og er fyrirséð að það hækki enn meira á næstu vikum. Bensínfyrirtæki eiga erfitt með að skýra gríðarlegan verðmun milli eigin stöðva, jafnvel stöðva sem liggja hlið við hlið. 2.6.2022 21:00
Kalla eftir að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði Félag íslenskra bifreiðaeigenda kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við síhækkandi eldsneytisverði, sem hefur aldrei verið hærra. Framkvæmdastjóri félagsins segir hækkanirnar sérstaklega koma niður á þeim sem hafi minna á milli handanna og þeim sem þurfi að ferðast langar vegalengdir. 2.6.2022 19:12
Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum. 24.5.2022 20:11
Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23.5.2022 19:27
Gagnrýnir Samfylkingu fyrir að leita til hægri: „Það er hægt að brjóta upp þetta bandalag“ Oddviti Sósíalistaflokks Íslands er afar ósátt með bandalag það sem Samfylking hefur myndað með Pírötum og Viðreisn fyrir meirihlutaviðræður. Bandalagið útilokar algerlega alla meirihlutamyndun í borginni nema þessara flokka við Framsóknarflokkinn. 23.5.2022 16:56
Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. 22.5.2022 16:31