Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Óttar Kolbeinsson Proppé og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 3. júní 2022 13:20 Lilja og Bjarni hafa síðustu daga tekist á um frumvarp Lilju um kvikmyndastyrki og hvort það sé vanfjármagnað eða ekki. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Undanfarna daga hafa ráðherrarnir tekist á vegna frumvarps Lilju um hækkun á endurgreiðsluhlutfall til kvikmyndagerðar. Eftir að það var lagt fram steig fjármálaráðuneytið fram og gagnrýndi það. Það væri ófjármagnað og ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum. Þessu svaraði Lilja fullum hálsi í fjölmiðlum í gær en þrátt fyrir það var málið ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Nei, nei, og þetta er í mínum huga stormur í vatnsglasi,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Þetta er mjög einfalt tæknilegt mál í sjálfu sér. Spurningin er bara þessi; hvort hafi verið lagt fullnægjandi mat á fjárhagsleg áhrif frumvarpsins og við töldum að það hefði ekki verið gert. Ef það er misskilningur hjá fjármálaráðuneytinu þá eru allar fjárheimildir til staðar og þá þarf enginn að hafa áhyggjur,“ segir Bjarni. Eðlilegt að takast á Hann telur ráðuneytið gera allt rétt með því að benda á að frumvarpið sé ekki fjármagnað. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjármálaráðherranum er haldið til ábyrgðar fyrir það að benda á staðreyndir en það er það eina sem við erum að gera,“ segir hann. Lilja sagði í gær að samið hefði verið um málið í ríkisstjórnarsáttmála og það væru mistök ráðuneytisins ef það hefði ekki gert ráð fyrir styrkjunum í fjárlögum. Spurður hvort það ríkti þá sátt á milli ráðherranna sagði Bjarni: „Heyrðu, við erum hérna í ríkisstjórn saman, við erum að leysa úr alls konar hlutum á hverjum degi og eigum ágætis samstarf.“ Því hefur verið velt upp í fjölmiðlum, bæði í Tíufréttum RÚV í gær og í Fréttablaðinu í morgun hvort Bjarni væri hér að refsa Lilju fyrir gagnrýni sína á söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu. Spurður hvort eitthvað sé til í þessu fer Bjarni að hlæja: „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til að koma illu til leiðar og er algjörlega út í hött.“ Málið hafi ekki neikvæð áhrif á samstarfið Lilja segir sjálf að það sé eðlilegt að þau Bjarni takist á um þau mál sem skiptu þau máli. „Og þessi umsögn [fjármálaráðuneytisins] er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni. Og það höfum við gert; ég fór ásamt mínu starfsfólki á fund atvinnuveganefndar og fór yfir þau hagrænu áhrif sem kvikmyndageirinn hefur á Íslandi,“ segir Lilja. Hefur það ekki neikvæð áhrif á samstarfið ef þið takist svona opinberlega á um mál sem þið virðist ekki nálægt því að vera sammála um? „Það gerist alls staðar að fólk er að takast á og svo kemst fólk að einhverri lausn. Það höfum við iðulega gert. Ég held að þetta sé sjötta árið þar sem við erum saman í ríkisstjórn?“ Þannig þú heldur ekki að þetta hafi neikvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Nei.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira