Erfiðara að sitja í einangrun en að setja sig inn í fjárlögin Varaþingmenn Viðreisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjárlagafrumvarpið um helgina til að geta tekið þátt í umræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með kórónuveiruna. Það er einstakt í sögunni að svo stór þingflokkur sé alfarið skipaður varamönnum vegna veikinda. 18.12.2021 20:35
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö förum við ítarlega í stöðuna á Alþingi vegna covidveikinda þingmanna. Við heyrum í konu sem segir starfsfólk Læknavaktarinar hafa afskrifað hana sem móðursjúka þegar hún leitaði þangað vegna veikinda barnungs sonar hennar en hann reyndist síðan með heilabæðingu. 18.12.2021 18:30
Með húmorinn að vopni við mótmæli gegn bólusetningum barna Andstæðingar bólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn heimsfaraldrinum virðast hafa þróað með sér örlítinn húmor og smekk fyrir orðaleikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mótmælum gegn bólusetningum barna í dag og voru slagorð mótmælenda mörg í frumlegri kantinum. 18.12.2021 17:51
Slagorð úr vopnabúri hernaðarandstæðinga nýtt gegn bólusetningum barna Hernaðarandstæðingar eru afar ósáttir við að andstæðingar bólusetninga skuli nota þekkt slagorð úr þeirra vopnabúri. Boðað hefur verið til mótmæla þeirra sem gjalda varhug við bólusetningum undir yfirskriftinni Friðarganga. 17.12.2021 23:00
Ef þú brýtur af þér í kvöld endarðu á Twitter hjá löggunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að veita fólki innsýn í sín störf í nótt með beinni lýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar birtast nú færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni berast. 17.12.2021 20:29
Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. 17.12.2021 12:18
Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. 16.12.2021 18:30
Valkröfur meintra góðgerðasamtaka fjarlægðar úr heimabönkum Búið er að fjarlægja allar valkröfur frá félagasamtökunum Vonarneista úr heimabönkum fólks. Þær voru sendar út síðustu helgi en félagið gefur sig út fyrir að vera góðgerðafélag sem hjálpar heimilislausum. 16.12.2021 17:53
Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. 15.12.2021 19:24
Stærðfræðilegar aðferðir varpa nýju ljósi á Snorra Sturluson Sturla Þórðarson var að öllum líkindum afkastameiri höfundur en almennt hefur verið talið hingað til og Snorri Sturluson var ólíklega eini höfundur Heimskringlu. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á stíleinkennum fornsagnanna. 15.12.2021 09:47