Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13.9.2025 23:41
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. 13.9.2025 22:50
Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Alma Möller heilbrigðisráðherra segir talsverðrar vanþekkingar gæta í opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi. Sérfræðingar stígi ógjarnan fram af ótta við ónæði eða aðkast. 13.9.2025 21:29
Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Hætt hefur verið leit að þremur ferðamönnum sem hurfu sporlaust á eyjunni Vogum yfir tveggja daga tímabil fyrir viku síðan. Tveggja suður-kóreskra kvenna og eins mexíkósks manns er enn saknað. 13.9.2025 20:19
Jóhannes Valgeir er látinn Jóhannes Valgeir Reynisson, einnig þekktur sem Blái naglinn, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Hann var 72 ára gamall. 13.9.2025 19:54
Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Rússnesk fylgildi rufu lofthelgi Rúmeníu í dag. Þau fóru að sögn úkraínskra stjórnvalda um það bil tíu kílómetra inn fyrir landamæri Rúmeníu og voru þar í um fimmtíu mínútur. 13.9.2025 19:44
Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu. 13.9.2025 18:53
Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Úkraínumenn gerðu í dag flygildaárás á eina stærstu olíuvinnslustöð Rússlands. Haft er eftir rússneskum embættismönnum að eldur hafi kviknað út frá sprengingunni en að tjónið sé minniháttar. 13.9.2025 18:07
Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. 12.9.2025 23:20
Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni á Ströndum í nótt og á morgun vegna talsverðrar úrkomu næsta sólarhringinn. Uppsöfnuð úrkoma gæti farið yfir 100 mm á láglendi og allt að 180 mm til fjalla ef spáin gengur eftir. 12.9.2025 22:54