Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi. 9.7.2025 08:55
Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Flestir á aldrinum 18 til 29 ára nota samfélagsmiðla frekar en hefðbundna fréttamiðla, netmiðla og sjónvarp, til að nálgast fréttir. Þrátt fyrir þetta segjast aðeins um sjö prósent þátttakenda í nýrri könnun á vegum Fjölmiðlanefndar bera mikið traust til samfélagsmiðla. 9.7.2025 08:45
Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. 9.7.2025 08:09
Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi. 9.7.2025 07:29
Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. 9.7.2025 07:00
Skýjað með skúrum í höfuðborginni Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands. 9.7.2025 06:26
Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Maður var fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás í hverfi 133. Það hverfi nær yfir Grafarholt og Úlfarsárdal. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vitað er hver hann er. 9.7.2025 06:20
Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. 8.7.2025 12:59
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. 8.7.2025 09:16
Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. 8.7.2025 07:17