Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Al­var­legt mótorhjólaslys og Miklu­braut lokað

Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi.

Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefð­bundna fréttamiðla

Flestir á aldrinum 18 til 29 ára nota samfélagsmiðla frekar en hefðbundna fréttamiðla, netmiðla og sjónvarp, til að nálgast fréttir. Þrátt fyrir þetta segjast aðeins um sjö prósent þátttakenda í nýrri könnun á vegum Fjölmiðlanefndar bera mikið traust til samfélagsmiðla.

Stór meiri­hluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu

Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir.

Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi.

Ís­land leggur til fólk í finnskar her­stöðvar

Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland.

Skýjað með skúrum í höfuð­borginni

Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands.

Sjá meira