Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi og lögregla kom auga á tvo einstaklinga sem pössuðu við lýsingu á meintum þjófum. Þegar lögregla gaf sig á tal við parið kom í ljós mikið magn af þýfi úr fleiri innbrotum. 3.9.2025 17:21
Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði. 31.8.2025 17:19
Varðturnarnir á bak og burt Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið. 31.8.2025 15:20
Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. 31.8.2025 13:58
Unnur Birna og Daði eru nýtt par Leikkonan Unnur Birna Backman og plötusnúðurinn Daði Ómarsson eru nýtt par. Unnur birti mynd af Daða þar sem þau voru saman úti að borða í tilefni af afmæli Daða. 31.8.2025 12:28
Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Villa á Google Maps hefur valdið misskilningi hjá vegfarendum sem nota forritið til leiðsagnar. Forritið segir ökumönnum að taka Krýsuvíkurleiðina um Grindavík á leiðinni til Keflavíkur og segir Reykjanesbrautina lokaða við Straumsvík. 31.8.2025 12:08
Tuttugu manns sagt upp hjá Play Tuttugu starfsmönnum flugfélagsins Play hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar taka til starfsmanna þvert á fyrirtækið. 31.8.2025 11:45
Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Breytingar í veltihringrás Atlantshafsins af sökum loftslagsbreytinga gætu valdið því að hringrás Golfstraumsins rofni og verulega kólni á Íslandi. Fagstjóri loftslagsmála hjá Veðurstofu Íslands segir Ísland standa frammi fyrir hamfarakólnun. 31.8.2025 11:32
„Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir mikinn létti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýjan þingflokksformann. Hún hafi kviðið vetrinum undir fráfarandi forystu. 31.8.2025 10:17
Maður talinn af eftir jarðfall Einn maður er talinn af eftir að jarðfall klippti sundur E6-brautina við Nesvatnið í Lifangri í Noregi. Brautin hrundi um níuleytið í morgun og jarðvegurinn barst ofan í vatnið. Gert er ráð fyrir því að brautin verði lokuð dögum saman. 30.8.2025 17:12