Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefnir í ó­efni náist samningar ekki í bráð

Á morgun setjast færeysk verkalýðsfélög við samningaborðið og freista þess að binda enda á þrálát verkföll sem staðið hafa yfir síðan ellefta maí síðastliðinn. Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, segir ástandið alvarlegt en að færeyskt samfélag stæði við bak verkafólksins.

Genginn úr meiri­hluta­sam­starfi vegna meints trúnaðarbrests

Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Raf­magn komið á í Grinda­vík

Rafmagn er aftur komið á í Grindavík en þar varð rafmagnslaust skömmu eftir að gos hófst við Sundhnúkagígaröðina í síðustu viku.

Meiri­hlutinn í Suðurnesjabæ klofinn

Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í kvöld. Varðaði málið aðallega staðsetningu gervigrasvallar sem bærinn hyggst reisa.

Segir stjórnar­and­stöðuna hafa kynt undir hatri á­rásar­mannsins

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum.

Mikil­væg mál föst vegna „störukeppni“ ríkis­stjórnarinnar

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið.

Frið­jón svarar Steinunni fullum hálsi

Friðjón R. Friðjónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hluti af kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur til forseta, segir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur fara með „trumpískan óhróðrur“ í sinn garð. Hann segir margt ósatt í málflutningi Steinunnar og að hann minni helst á samsæriskenningar vestanhafs sem kenndar eru við QAnon.

Sinubruni í Staðarsveit á Snæ­fells­nesi

Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Sjá meira