Grænlenskir ráðherrar takast á um Paul Watson Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 18:53 Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna máls umhverfisaðgerðarsinnans Paul Watsons. Vísir/Samsett Mál umhverfisaðgerðarsinnans og hvalavinarins Paul Watsons sem handtekinn var á Grænlandi í síðasta mánuði hefur vakið mikla athygli og úlfúð jafnt innan landsins sem utan. Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Pele Broberg, þingmaður Naleraq-flokksins og fyrrverandi ráðherra gaf nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til að koma Watson fyrir í gæsluvarðhaldi í Danmörku en Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir fullyrðingar hans. Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið segir Naaja að brottvísun Paul Watson næði ekki nokkurri átt. Hefur valdið nægum vandræðum Pele Broberg fyrrverandi ráðherra í iðnaðar-, viðskipta-, utanríkis- og loftslagsmálum, gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla þar sem Grænland hafa þurft að þola nógu marga álitshnekki af völdum gæsluvarðhaldsins yfir Watson. „Grænlenska þjóðin er föst í miðjunni á dönsku ábyrgðarsvæði. Lögreglan er dönsk. Dómsmálaráðuneytið er danskt. Það verður tekin dönsk ákvörðun um það hvað verður gert í máli Paul Watsons,“ sagði hann. „Vísum því Paul Watson til Danmerkur og leyfum Danmörku að sjá um það í gegnum eigin stofnanir. Hvað ætlum við að gera við hann? Hann hefur valdið nægum vandræðum,“ sagði hann svo. Pele hafði áhyggjur af þeirri neikvæðu umfjöllun á heimsvísu sem handtaka Watsons hefur vakið. „Okkar land má ekki - aftur - borga fyrir afglöp Dana, sem hafa valdið þvílíku bakslagi í sjálfbærum veiðum sela og hvala og orðspori okkar,“ sagði hann. Kostnaðarsamt og óraunhæft Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur þó ekki mikið fyrir yfirlýsingar Pele og segir í viðtali við ríkisútvarpið grænlenska að möguleg brottvísun á Watson næði hreinlega engri átt. „Ríkisstjórnin hefur ekki íhugað að óska eftir flutningi á Watson til Danmerkur. Paul Watsn var handtekinn hér á landi og því þarf að fara með mál hans hér á landi, bæði hjá lögreglu og fyrir dómstólum,“ segir hún. Paul Watson var handtekinn við höfnina í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út af japönskum stjórnvöldum árið 2012 vegna aðildar hans á árás á japanskan hvalveiðibát í suðurskautinu. Síðan þá hefur hann sætt gæsluvarðhaldi í Nuuk og verður honum haldið þar í það minnsta til fimmta september vegna áhyggja um að hann flýi land, sem hann gerði síðast þegar hann var handtekinn í Þýskalandi fyrir nokkrum árum síðan. Drægi varla úr áhuga fjölmiðla á málinu Naaja Nathanielsen segir það að flytja Watson í danska fangageymslu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir grænlenska ríkið. „Ef hann yrði fluttur í danska fangageymslu þyrfti að flytja hann fram og til baka á milli Danmerkur og Grænlands í hvert skipti sem réttarhöld fara fram þar serm lögsagan er á Grænlandi,“ segir hún. „Slík atburðarás mun varla verða til þess að draga úr áhuga fjölmiðla á málinu. Þannig mun formaður Naleraq-flokksins varla fá sínu framgengt með því að koma Paul Watson fyrir í dönsku fangelsi á meðan málið fer sinn farveg,“ segir Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra Grænlands. Grænland Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Pele Broberg, þingmaður Naleraq-flokksins og fyrrverandi ráðherra gaf nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til að koma Watson fyrir í gæsluvarðhaldi í Danmörku en Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir fullyrðingar hans. Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið segir Naaja að brottvísun Paul Watson næði ekki nokkurri átt. Hefur valdið nægum vandræðum Pele Broberg fyrrverandi ráðherra í iðnaðar-, viðskipta-, utanríkis- og loftslagsmálum, gaf á dögunum frá sér yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla þar sem Grænland hafa þurft að þola nógu marga álitshnekki af völdum gæsluvarðhaldsins yfir Watson. „Grænlenska þjóðin er föst í miðjunni á dönsku ábyrgðarsvæði. Lögreglan er dönsk. Dómsmálaráðuneytið er danskt. Það verður tekin dönsk ákvörðun um það hvað verður gert í máli Paul Watsons,“ sagði hann. „Vísum því Paul Watson til Danmerkur og leyfum Danmörku að sjá um það í gegnum eigin stofnanir. Hvað ætlum við að gera við hann? Hann hefur valdið nægum vandræðum,“ sagði hann svo. Pele hafði áhyggjur af þeirri neikvæðu umfjöllun á heimsvísu sem handtaka Watsons hefur vakið. „Okkar land má ekki - aftur - borga fyrir afglöp Dana, sem hafa valdið þvílíku bakslagi í sjálfbærum veiðum sela og hvala og orðspori okkar,“ sagði hann. Kostnaðarsamt og óraunhæft Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra gefur þó ekki mikið fyrir yfirlýsingar Pele og segir í viðtali við ríkisútvarpið grænlenska að möguleg brottvísun á Watson næði hreinlega engri átt. „Ríkisstjórnin hefur ekki íhugað að óska eftir flutningi á Watson til Danmerkur. Paul Watsn var handtekinn hér á landi og því þarf að fara með mál hans hér á landi, bæði hjá lögreglu og fyrir dómstólum,“ segir hún. Paul Watson var handtekinn við höfnina í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem gefin var út af japönskum stjórnvöldum árið 2012 vegna aðildar hans á árás á japanskan hvalveiðibát í suðurskautinu. Síðan þá hefur hann sætt gæsluvarðhaldi í Nuuk og verður honum haldið þar í það minnsta til fimmta september vegna áhyggja um að hann flýi land, sem hann gerði síðast þegar hann var handtekinn í Þýskalandi fyrir nokkrum árum síðan. Drægi varla úr áhuga fjölmiðla á málinu Naaja Nathanielsen segir það að flytja Watson í danska fangageymslu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir grænlenska ríkið. „Ef hann yrði fluttur í danska fangageymslu þyrfti að flytja hann fram og til baka á milli Danmerkur og Grænlands í hvert skipti sem réttarhöld fara fram þar serm lögsagan er á Grænlandi,“ segir hún. „Slík atburðarás mun varla verða til þess að draga úr áhuga fjölmiðla á málinu. Þannig mun formaður Naleraq-flokksins varla fá sínu framgengt með því að koma Paul Watson fyrir í dönsku fangelsi á meðan málið fer sinn farveg,“ segir Naaja Nathanielsen dómsmálaráðherra Grænlands.
Grænland Hvalveiðar Umhverfismál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Frakklandsforseti blandar sér í mál hvalavinarins Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta. 24. júlí 2024 13:41
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. 21. júlí 2024 15:37
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent