Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða

Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns varar notendur nikótínpúða sem hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi undanfarin ár við óafturkræfum skaða fyrir tannholdið. Nikótínpúðar valdi því að tannholdið hörfi ásamt því að hafa álíka slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og reykingar.

Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði

Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Búist er við eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 skoðum við varnargarða sem verið er að reisa í kappi við tímann og heyrum í viðvörunarflautum sem komið hefur verið fyrir í Grindavík.

Fór huldu höfði á landinu í sam­tals tvö ár

Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag.

Þýska­land lögleiðir kanna­bis

Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota.

Fjórir létust í snjó­flóði

Fjórir skíðakappar létu lífið í dag þegar snjóflóð féll um 1600 metrum fyrir ofan þorpið Mont-Dore á svæði sem er kallað Val d'Enfer í Frakklandi.

Star Trek-stjarna látin

Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun.

Vopna­hlé gæti staðið í sex vikur

Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga.

Sjá meira