„Guð geymi kónginn“ Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu. 14.1.2024 14:01
Flugvél rann til á Keflavíkurflugvelli Flugvél EasyJet sem lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu frá London rann til á akbraut. 14.1.2024 12:57
Unnið að varnargörðunum fáeinum metrum frá hrauninu Enn er vinna í gangi við varnargarðinn við Grindavíkurveg þrátt fyrir að hraunflæðið sé einungis örfáum metrum frá. Miðað við hraða hraunsins er ljóst að vinnuflokkurinn getur ekki unnið mikið lengur. 14.1.2024 12:38
Friðrik tíundi verður Danakonungur í dag Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður. 14.1.2024 11:42
Grindvíkingar „eins og innflytjendur í eigin landi“ Hún Cortina frá Rúmeníu var komin upp að gosstöðvunum snemma í morgun þar sem hún á frí í vinnunni í dag. Hún segist finna til með Grindvíkingum sem innflytjenda og segir þá vera orðna eins konar innflytjenda í eigin landi. 14.1.2024 10:50
Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. 14.1.2024 10:16
Vaktin: „Ég er að horfa á húsið mitt brenna“ Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, klukkan 7:57 í morgun, sunnudag. Hraun náði til byggða í Grindavík á öðrum tímanum. 14.1.2024 04:29
Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. 13.1.2024 16:57
Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. 13.1.2024 16:22
Hætt við lendingu vegna þokunnar Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. 13.1.2024 15:07