Ber á því að ekið sé á sauðfé á Vesturlandi Töluverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er helgi. Lögreglan segir að borið hafi á því að ekið sé á sauðfé í umdæminu. 3.8.2024 14:06
Sjálfstæðisflokkurinn í „meiriháttar vandræðum“ Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni. 3.8.2024 12:05
Sóttu veikan ferðamann í éljagangi og fimm metra öldum Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall djúpt norður af Vestfjörðum vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun. 3.8.2024 11:43
Hætt við samkomulag við höfuðpaur hryðjuverkanna 11. september Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur dregið til baka samkomulag sem gert var við Khalid Sheikh Mohammed sem sakaður eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september 2001. Áður hafði verið greint frá því að samkomulag væri í höfn við mennina um að játa aðkomu sína að árásunum gegn því að verða ekki dæmdir til dauða. 3.8.2024 09:38
„Ótrúlegt“ að Halla hafi ekki verið fyrsta frétt RÚV Það vakti athygli í gærkvöldi að innsetning Höllu Tómasdóttur sem sjöundi forseti lýðveldisins hafi ekki verið fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þess í stað var frétt um að samhæfing í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant. Brýnar upplýsingar til almennings, að sögn vaktstjóra kvöldfrétta RÚV. 2.8.2024 18:01
Hvalfjarðargöngin opnuð á ný Búið er að loka Hvalfjarðargöngunum vegna áreksturs. Sérfræðingur í samskiptum hjá Vegagerðinni segir að útlit sé fyrir að göngin verði lokuð í einhvern tíma og beinir fólki um Hvalfjarðarveginn. 2.8.2024 14:06
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2.8.2024 11:33
Auknar líkur á skriðuföllum um helgina Auknar líkur eru á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir verslunarmannahelgina samkvæmt ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. 2.8.2024 10:07
Fólk eigi að gera ráð fyrir innbrotum Í dag hefst verslunarmannahelgin sem landsmenn hafa beðið í ofvæni eftir og hyggja margir á ferðir út á land. Þjóðhátíð heldur upp á 150 ára afmæli sitt um helgina og verður því margt um Reykvíkinginn í Eyjum og þar af leiðandi margt um mannlaus og innbrotsvæn heimili í höfuðborginni. 2.8.2024 09:15
Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31.7.2024 14:07