Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ertu kannski Ís­lendingur?“

Keppandi í danska skemmtiþættinum Stormester fékk það verkefni að skilja íslensku. Bundið er fyrir augun á honum og honum gert að hlýða fyrirmælum íslensks stráks að nafni Óskars og það er túlkunaratriði hversu vel honum gengur við að skilja málið ylhýra.

Um­mæli Kol­brúnar blaut tuska í and­lit ung­menna

Annar framhaldsskólanemi sem veitti umsögn fyrir menntamálanefnd á frumvarpi um grunnskólamat sem samþykkt var í gær segir ummæli Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur blauta tusku í andlit ungs fólks sem vilji taka þátt í lýðræðislegri umræðu.

Þjóð­há­tíð um raunveruleikaþátt Brynjars: „Það er ekkert í boði“

Raftónlistartvíeykið ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og til stóð. Eftir brotthvarf annars meðlimsins hafði hinn uppi háleitar hugmyndir um að finna arftaka hans í raunveruleikaþætti sem fengi að koma með undir nafni sveitarinnar á þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verði af því. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir forsendur samningsins við sveitina brostnar.

Glittir í endur­komu sumarsins

Það glittir í endann á því hreti sem hrellt hefur landann undanfarna daga. Eftir hlýjasta maí í manna minnum kyngdi niður snjó og trampólín tókust á loft um leið og júní bar að garði. Nú sér loks í ljósið að sögn veðurfræðings.

Aftur logar eldur í Læradal

Eldar loga í miðbæ Læradals í Sogn- og Firðafylki í Noregi. Minnst fjögur hús hafa orðið eldinum að bráð og slökkviliðið hefur ekki stjórn á honum. Tíu ár eru liðin síðan allt að 30 hús í bænum brunnu til kaldra kola og 52 voru lagðir inn á sjúkrahús.

Fram­tíð kirkjunnar enn ó­ráðin

Héraðsdómur hefur ómerkt málsmeðferð Héraðsdóms Reykjaness í máli Lýðs Árna Friðjónssonar á hendur Fríkirkjunni Kefas og Kópavogsbæ. Lögmenn allra málsaðila voru fjarverandi án þess að boða lögmæt forföll og því fer málið aftur í hérað. Málið á rætur að rekja aftur til ársins 1967.

Sjá meira