Mygla í Árnasafni: „Handritin eru örugg“ Árnasafni í Kaupmannahöfn, systurstofnun Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, hefur verið lokað tímabundið og starfsmönnum dreift um háskólasvæðið eftir að mygla fannst í þremur byggingum á háskólasvæði Kaupmannahafnarháskóla á Ámakri. 4.6.2025 14:17
Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Óveðrinu sem gengur yfir landið er farið að slota og það versta er yfirstaðið. Enn eru viðvaranir í gildi og nýjar taka gildi seinna í kvöld og vara fram yfir morgundaginn. Veðurfræðingur segir að þó sé svalt og blautt veður áfram í kortunum. 4.6.2025 14:12
Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. 4.6.2025 11:55
Meðallaun 758 þúsund á mánuði Regluleg laun voru að meðaltali 758 þúsund krónur á mánuði árið 2024. Ef eingöngu er horft til launafólks í fullu starfi voru regluleg laun að meðaltali 845 þúsund krónur og miðgildið 753. Um 65 prósent fullvinnandi launafólks er með laun undir meðaltali. 4.6.2025 10:06
Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um tæp 15 prósent á tímabilinu frá janúar til mars samanborið við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs bárust alls 316 tilkynningar um heimilisofbeldi. 4.6.2025 09:15
Ákærðar tveimur árum eftir tunnumótmælin Á morgun verður þingfest ákæra í héraðsdómi Reykjavíkur gegn Anahitu Babaei og Elissu Bijou fyrir að hafa hlekkjað sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 og setið þar sem fastast í mótmælaskyni þar til lögregla skarst í leikinn. Lögmenn kvennanna segja grundvallarreglur um meðalhóf og jafnræði hafa lotið í lægra haldi fyrir refsistefnu sem vegur að grunnstoðum réttarríkisins. 4.6.2025 08:47
Andstæðingi forsetans brottrekna spáð sigri í forsetakosningum Útgönguspár benda til þess að Lee Jae-myung verði næsti forseti Suður-Kóreu. Boðað var til kosninganna eftir að Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti var kærður fyrir embættisglöp fyrir að hafa lýst yfir neyðarherlögum. Yoon sakaði stjórnarandstöðuna sem er í meirihluta á suður-kóreska þinginu um að ganga erinda Norður-Kóreu. 3.6.2025 15:34
Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land vegna norðan óveðurs. Björgunarsveitir standa í ströngu við að bjarga fé frá því að sökkva í fönn, Veðurstofan varar við skriðuhættu þvert yfir norðurströnd landsins og þetta allt í júní eftir hlýjasta og veðursælasta maí í manna minnum. 3.6.2025 12:46
Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum Skriðuhætta er á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum að norðanverðum Austfjörðum. Mikil rigning er á landinu norðanverðu samfara leysingum og því má búast við vatnavöxtum. Mesta úrkoman mun falla á Tröllaskaga og Flateyjarskaga. 3.6.2025 11:45
Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. 3.6.2025 10:39