Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2025 13:58 Vinstri græn mælast enn utan þings. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna. Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna.
Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira