Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 3.7.2025 18:36
Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Kaffihús Starbucks opnaði í dag í Reykjavík eftir langa bið eftir leyfisveitingu frá Reykjavíkurborg. Þetta er fyrsta kaffihús keðjunnar á Íslandi en til stendur að opna annað í borginni á næstu vikum. 3.7.2025 18:12
Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Læknanemar segja fullyrðingar fjármálaráðuneytisins rangar og hvetja það til að kynna sér launamál sín betur og leiðrétta opinberlega rangfærslur í svörum sínum. 2.7.2025 23:48
Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sautján ára drengur lést í dag á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu á Sjálandi. Hann hafði farið að njóta góða veðursins við bakka Himmelsøen sem liggur rétt utan við hátíðarsvæðið og drukknaði. 2.7.2025 22:14
Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. 2.7.2025 20:54
Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. 2.7.2025 20:05
Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. 2.7.2025 18:41
Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Franska konan og eiginmaður hennar og dóttir sem hún er grunuð um að hafa banað sendu fjölskyldu sinni póst sem innihélt þrjár erfðaskrár. Eignir upp á rúman milljarð króna eiga að hafa verið taldar þar upp. 2.7.2025 18:25
Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Ísraelsmenn hafa gengist við „nauðsynlegum skilyrðum“ til að ganga frá sextíu daga vopnahléi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þetta í færslu á samfélagsmiðlum seint í kvöld. 1.7.2025 23:48
Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. 1.7.2025 23:26