„Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. 22.9.2024 08:01
Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo. 21.9.2024 10:01
Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ „Fríin mín voru eins og hjá flestum. Kannski einhverjar tvær vikur í senn. Og þá hugsaði ég oft með mér: Hvað það væri nú frábært að geta verið í fríi í svona tvo mánuði á launum og geta gert það sem manni langar til,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie um tímabilið þegar hann varð atvinnulaus um árið. 19.9.2024 07:02
Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk. 18.9.2024 07:01
Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Það gekk allt út á fótboltann. Og þannig er það enn,“ segir Svava Björk Hölludóttir yfirbókari hjá World Class samsteypunni og brosir. 16.9.2024 07:02
„Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Hann sagði reyndar við mig: Veistu hvað Jói, þú ert fyrsti maðurinn til að segja Nei við sjónvarpi,“ segir Jóhann Felixson bakari og hlær. „Því allir vilja vera í sjónvarpi.“ 15.9.2024 08:02
„Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana. 14.9.2024 10:01
Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ „Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld. 12.9.2024 07:03
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11.9.2024 07:01
Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8.9.2024 08:02