Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13.9.2024 22:45
Tiger í enn eina bakaðgerðina Raðsigurvegarinn Tiger Woods hefur farið í enn eina bakaðgerðina til að losa um verkina sem hafa plagað hann á yfirstandandi tímabili. 13.9.2024 22:25
Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna ÍBV lagði Stjörnuna með tveggja marka mun í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, lokatölur 33-31. 13.9.2024 22:02
Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu þægilegan sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 16-26. Grótta fór þá í góða ferð á Selfoss. 13.9.2024 21:31
Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Alls skoruðu fimm Íslendingar 17 mörk í leikjum kvöldsins í sænsku efstu deild karla í handbolta. 13.9.2024 21:17
Emilía Kiær skoraði og Nordsjælland áfram með fullt hús stiga Danmerkurmeistarar Nordsjælland unnu öruggan 4-1 útisigur á B93 í dönsku efstu deild kvenna í fótbolta. Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði eitt mark meistaranna. 13.9.2024 19:22
Glódís Perla með stoðsendingu í öruggum sigri Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 6-2 sigur á RB Leipzig í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir lagði upp eitt markanna. 13.9.2024 18:30
Forseti Marseille segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood Mason Greenwood hefur farið frábærlega af stað í Frakklandi en Marseille keypti hann af Manchester United í sumar. Framherjinn hafði ekki spilað fyrir Man United síðan í janúar 2022 þegar þáverandi kærasta sakaði hann um líkamlegt ofbeldi sem og kynferðisofbeldi. Birti hún myndir og myndbönd máli sínu til sönnunar. 13.9.2024 07:02
Dagskráin í dag: Stórleikur í Vesturbænum, Glódís Perla og margt fleira Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á stórleiki í Bestu deildum karla og kenna, Formúlu 1, golf, hafnabolta og Bayern München þar sem Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði. 13.9.2024 06:03
Vill vinna titilinn á eigin forsendum Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1, segist vilja vinna heimsmeistaratitilinn með því að keyra hraðar og betur en Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Red Bull. 12.9.2024 23:32