Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Þjálfari Hollands Ronald Koeman sagðist hafa verið að vernda Matthijs de Ligt, sem gekk nýverið í raðir Manchester United, þegar varnarmaðurinn var tekinn af velli í hálfleik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni. 11.9.2024 19:30
Áslaug Dóra skoraði í öruggum bikarsigri Örebro er komið áfram í sænsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 4-1 útisigur á Mallbacken. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir var á skotskónum fyrir Örebro. 11.9.2024 19:06
Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Íslendingarnir í Kolstad og liðsfélagar þeirra áttu fínan leik gegn ógnarsterku liði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Á endanum máttu þeir þó játa sig sigraða, lokatölur í Noregi 30-35. 11.9.2024 18:50
Njarðvík fær tvo Njarðvík hefur samið við Alexander Smára Hauksson og Isaiah Coddon fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta. 11.9.2024 18:02
Fortíðarþrá tröllríður öllu á X: Gamlar hetjur fá nýtt líf Segja má að fortíðarþrá herji á öll þau sem voru djúpt sokkin í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu frá árunum 2005 til 2017. Ástæðan er ákveðin tíska eða trend svokallað sem tröllríður öllu nú á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. 11.9.2024 07:01
Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Það eru þrjár beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. 11.9.2024 06:03
Watson sakaður um kynferðisbrot á nýjan leik Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni, hefur verið ásakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik. NFL-deildin hefur gefið út að hún sé með málið til skoðunar. 10.9.2024 23:31
Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Heimsmeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum með búnaði fór fram dagana 28. ágúst til 8. september á Möltu. Á mótinu féllu tvö Íslandsmet en þau Máni Freyr Helgason, Alvar Logi Helgason og Kolbrún Katla Jónsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd. 10.9.2024 23:01
Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð. 10.9.2024 22:16
Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í knattspyrnu og markahæsti leikmaður í sögu þess, vill ólmur sýna fólki hvað í sér býr. Sérstaklega ef hann getur sýnt og sannað að það hafi rangt fyrir sér. 10.9.2024 21:31
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent