Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2025 21:01 Sigvaldi Björn sýndi sínar bestu hliðar. Beate Oma Dahle/NTB Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona. Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira