Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. 12.8.2024 22:31
Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. 12.8.2024 21:30
Helgi Fróði á leið til Hollands Helgi Fróði Ingason, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, er á leið til Hollands og mun því ekki klára tímabilið með Stjörnunni. 12.8.2024 20:30
Þjálfaraferill Rooney hangir á bláþræði Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday. 12.8.2024 20:01
Nóel Atli lagði upp og fór meiddur af velli í endurkomu sigri Álaborgar Álaborg sótti mikilvæg þrjú stig til Viborg í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar og lagði upp annað mark liðsins. Þá lagði Hlynur Freyr Karlsson einnig upp mark í fjörugum leik í efstu deild Svíþjóðar. 12.8.2024 19:15
Royal færir sig frá Lundúnum til Mílanó Brasilíski hægri bakvörðurinn Emerson Royal er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu frá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur. Hann kostar Mílanó-liðið 15 milljónir evra eða rúma 2,2 milljarða íslenskra króna. 12.8.2024 18:31
Aðstoðarþjálfarinn Kjartan Henry á bekknum hjá FH FH heimsækir KR í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Athygli vekur að KR-ingurinn fyrrverandi, Kjartan Henry Finnbogason, og núverandi aðstoðarþjálfari FH er skráður á varamannabekk liðsins í kvöld. 12.8.2024 17:45
Áfrýja stigafrádrættinum en ekki leikbanni þjálfarans fyrrverandi Knattspyrnusamband Kanada hefur áfrýjað stigafrádrætti kvennalandsliðs þjóðarinnar en ekki leikbanni þjálfara þess. 30.7.2024 07:01
Dagskráin í dag: Blikar þurfa sigur í Kósovó Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Helst ber þó að nefna leik Breiðabliks og Drita ytra í Kósovó en heimamenn leiða 2-1 eftir fyrri leik liðanna. 30.7.2024 06:01
Matthías frá keppni næstu átta vikurnar Þúsundþjalasmiðurinn Matthías Vilhjálmsson mun ekki leika með Íslands- og bikarmeisturum Víkings næstu átta vikurnar vegna meiðsla. 29.7.2024 23:30