Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lýsa yfir miklum von­brigðum með stöðu við­ræðna

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara.

Lýsir yfir neyðar­á­standi vegna á­taka í Kólumbíu

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela.

Sau­tján ára máli Amöndu Knox lýkur með sak­fellingu

Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007.

Eld­haf við stóra olíu­vinnslu í Rúss­landi

Úkraínumenn gerðu í nótt umfangsmikla drónaárás á nokkur skotmörk í Rússlandi. Árásin beindist að mestu gegn skotmörkum í Ryazan og þá sérstaklega olíuvinnslu þar og orkuveri. Árás var einnig gerð á verksmiðju í Bryansk, þar sem íhlutir í rafmagnstæki og vopn eru framleiddir.

Af hverju er Trump reiður út í Panama?

Fyrsta ferðalag Marco Rubio, nýs utanríkisráðherra Donalds Trump, verður til Panama. Trump hefur verið harðorður í garð Mið-Ameríkuríkisins en í innsetningarræðu sinni sagði Trump að Panamamenn hefðu komið illa fram við Bandaríkjamenn og að Kínverjar stjórnuðu nú Panamaskurðinum.

Greiddi konu sjö milljónir vegna á­sakana

Pete Hegseth, sjónvarpsmaðurinn og uppgjafahermaðurinn sem Donald Trump hefur tilnefnt í embætti varnarmálaráðherra, greiddi konu sem sakaði hann um kynferðisbrot árið 2017 fimmtíu þúsund dali. Það samsvarar um sjö milljónum króna.

Með á­hyggjur af stöðu hag­kerfisins

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi.

Enn deila Musk og Altman

Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn.

Vara við hvirfilbyljum á Bret­lands­eyjum

Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar.

Ætla að senda tíu þúsund her­menn að landa­mærunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum.

Sjá meira