Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9.10.2025 22:47
Annar andstæðingur Trumps ákærður Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. 9.10.2025 21:17
Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Ráðamenn í Kína tilkynntu í morgun nýja tálma á sölu svokallaðra sjaldgæfra málma og afurða úr þeim auk þess sem tálmar hafa einnig verið settir á útflutning liþíumrafhlaðna og búnaðar til að framleiða þær. Þessir málmar og vörur eins og sérstakir seglar eru nánast eingöngu fáanlegir í Kína og eru gífurlega mikilvægir birgðakeðjum fyrirtækja og ríkja um allan heim. 9.10.2025 20:20
Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. 9.10.2025 18:41
Sjónlýsing í fyrsta sinn Heimildarmyndin Fyrir allra augum, sem fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, verður sýnd í dag á alþjóðlegum sjónverndardegi. Sýningin á Rúv markar tímamót, þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem Ríkisútvarpið sýnir efni með sjónlýsingu sem hjálpar blindum og sjónskertum að njóta myndarinnar. 9.10.2025 11:00
Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Ég var tiltölulega stressaður fyrir Ghost of Yōtei þar sem forveri hans, Ghost of Tsushima, er einn af mínum uppáhalds leikjum. Þessar áhyggjur voru sem betur fer algjör óþarfi. GoY gefur GoT lítið sem ekkert eftir og er hreinlega betri á nánast öllum sviðum. 9.10.2025 08:46
Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. 8.10.2025 23:40
„Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8.10.2025 20:32
Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. 8.10.2025 19:01
Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. 8.10.2025 17:54