Dularfull brotlending nærri Area 51 Lofthelginni yfir hinni leynilegu flugstöð „Area 51“ í Nevada í Bandaríkjunum var lokað í síðasta mánuði eftir að ótilgreint flugfar brotlenti þar nærri. Engan mun hafa sakað en mikil leynd hvílir yfir slysinu og hafa hernaðaryfirvöld varist allra frétta. 7.10.2025 23:55
Virði gulls í methæðum Virði gulls náði nýjum hæðum í dag og þykir það til marks um auknar áhyggjur fjárfesta af stöðu mála á mörkuðum heimsins. Margir eru sagðir hafa leitað sér skjóls með því að fjárfesta peningum sínum í gulli og hefur virði gulls hækkað um rúmlega fimmtíu prósent á þessu ári. 7.10.2025 22:48
Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gáfu til kynna í dag að opinberir starfsmenn muni ekki fá greidd laun fyrir þann tíma sem rekstur alríkisins verður stöðvaður. Slíkt hefur alltaf verið gert áður en vika er liðin frá því fjárlög runnu út og virðast þingmenn ekkert hafa náð saman um lausn á deilunni. 7.10.2025 21:02
Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. 6.10.2025 23:01
AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Advanced Micro Devices eða AMD hafa hækkað um 23,71 prósent í dag eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði gert risa samning við OpenAI. Gervigreindarfyrirtækið er hvað þekktast fyrir að þróa ChatGPT mállíkanið en samningurinn felur í sér langtímasamstarf fyrirtækjanna. 6.10.2025 22:46
Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ 6.10.2025 20:16
Hæstiréttur hafnar Maxwell Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að taka fyrir áfrýjun Ghislaine Maxwell, fyrrverandi aðstoðarkonu og kærustu Jeffreys Epstein. Hún var eins og frægt er dæmd árið 2021 í tuttugu ára fangelsi fyrir að aðstoða Epstein við að brjóta kynferðislega á stúlkum og ungum konum um árabil. 6.10.2025 18:31
Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar. 6.10.2025 17:48
Rúða brotin og flugeld kastað inn Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði. 6.10.2025 17:28
Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna frest til sunnudagskvölds til að samþykkja friðartillögur hans. Geri þeir það ekki standi þeir frammi fyrir helvíti á jörð. 3.10.2025 15:41