Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23.1.2025 08:02
Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Þing Írak samþykktu í gær frumvarp sem gagnrýnendur segja að geri hjónabönd við börn, niður í níu ára aldur, lögleg. Önnur frumvörp sem samþykkt voru í gær þykja ýta undir spillingu. 22.1.2025 14:31
Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Umfangsmikið óveður sem leitt hefur til metsnjókomu í suðausturhluta Bandaríkjanna olli þar miklum usla. Loka þurfti flugvöllum, skólum og opinberum stofnunum víða um Texas, Flórída, Georgíu, Louisiana og víðar. 22.1.2025 13:23
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22.1.2025 11:32
Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Spænskum manni sem rænt var í Alsír var frelsaður af uppreisnarmönnum í Malí, skömmu áður en selja átti hann til vígamanna Íslamska ríkisins. Hann var svo fluttur aftur til Alsír í gær og færður yfirvöldum þar. 22.1.2025 10:47
Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21.1.2025 16:19
Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 Verðhækkanir á tölvuleikjum eru í kortunum. Útgefendur tölvuleikja eru sagðir binda vonir við það að Rockstar, sem gefa mun út leikinn Grand Theft Auto 6 á árinu, muni ríða á vaðið og selja leikinn á allt að hundrað dali, í stað þessa hefðbundnu sjötíu. 21.1.2025 15:33
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21.1.2025 13:59
Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. 21.1.2025 11:59
Segir Hitler-samanburð þreyttan Elon Musk, auðugasti maður heims, segir árásir Demókrata gegn sér vera orðnar þreyttar. Þeir þurfi að finna ný „óþrifabrögð“ því að það sé orðið þreytt að kalla fólk nasista eða Adolf Hitler. 21.1.2025 10:43
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent