Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki.

Fresta fram­kvæmdum vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gatnaviðhald í næstu viku vegna veðurs. Um er að ræða fræsingu og malbikun en ekki er hægt að malbika í rigningu og er von á roki og rigningu í næstu viku.

Einn hinna látnu skotinn af lög­reglu og annar særður

Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum.

Finna mikla ná­lykt frá rústunum

Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun.

Bein út­sending: Siglt á­leiðis til Gasa

Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína.

Brýnt að koma raf­magni aftur á kjarn­orku­verið

Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum.

Rúm­lega þriðjungs sam­dráttur í olíu­vinnslu í Rúss­landi

Framleiðslugeta Rússa á olíu hefur dregist verulega saman og er það að miklu leyti vegna árása Úkraínumanna á olíuvinnslur og tengda innviði. Langan tíma gæti tekið að leysa vandamálið en fregnir af löngum röðum við bensínstöðvar verða sífellt algengari og bensínverð hefur hækkað mjög.

Múla­kaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn

Faxaflóahafnir hafa gert samning við eigendur Múlakaffis um að nýta samkomu- og veislusali í nýrri farþegamiðstöð sem rís nú á Skarfabakka við Viðeyjarsund á veturna. Það er þegar skemmtiferðaskip eru ekki að koma til landsins í eins miklum mæli og á sumrin.

Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju

Nepalar völdu sér í gær nýja lifandi gyðju. Tveggja ára stúlka varð fyrir valinu og var hún borin frá heimili sínu í húsasundi í Katmandú, höfuðborg landsins, og flutt í hof. Þar mun hún búa þar til hún nær kynþroska.

Sjá meira