Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Spænskum manni sem rænt var í Alsír var frelsaður af uppreisnarmönnum í Malí, skömmu áður en selja átti hann til vígamanna Íslamska ríkisins. Hann var svo fluttur aftur til Alsír í gær og færður yfirvöldum þar. 22.1.2025 10:47
Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21.1.2025 16:19
Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 Verðhækkanir á tölvuleikjum eru í kortunum. Útgefendur tölvuleikja eru sagðir binda vonir við það að Rockstar, sem gefa mun út leikinn Grand Theft Auto 6 á árinu, muni ríða á vaðið og selja leikinn á allt að hundrað dali, í stað þessa hefðbundnu sjötíu. 21.1.2025 15:33
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21.1.2025 13:59
Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. 21.1.2025 11:59
Segir Hitler-samanburð þreyttan Elon Musk, auðugasti maður heims, segir árásir Demókrata gegn sér vera orðnar þreyttar. Þeir þurfi að finna ný „óþrifabrögð“ því að það sé orðið þreytt að kalla fólk nasista eða Adolf Hitler. 21.1.2025 10:43
GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Það stefnir í óefni hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla að spila hryllingsleikinn Kletka, þar sem mikil samvinna er nauðsynleg til að lifa af. Það boðar ekki gott. 20.1.2025 19:32
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19.1.2025 17:16
Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, stofnaði í gær eigin rafmynt. Virði rafmyntarinnar hefur aukist mjög en hún hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni. 19.1.2025 10:42
Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 19.1.2025 09:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent