Chunk er loksins „feitasti“ björninn Chunk, um 550 kílóa brúnbjörn með brotinn kjálka, hefur loks unnið hina gífurlega vinsælu feitubjarnaviku Alaska eftir að hafa verið í öðru sæti þrjú ár í röð. 1.10.2025 11:04
Ásgeir og Darri til Landslaga Þeir Ásgeir Elíasson og Darri Sigþórsson hafa varið ráðnir til lögmannsstofunnar Landslaga. Þar bætast þeir í hóp átján lögmanna og lögfræðinga sem starfa þar. 1.10.2025 10:11
Tæplega hundrað nemenda saknað Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað. 1.10.2025 09:58
Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. 30.9.2025 16:28
Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30.9.2025 15:02
Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ekkert virðist geta komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkis Bandaríkjanna í nótt. Repúblikanar og Demókratar, sem deila um fjárútlát til heilbrigðismála, keppast við að kenna hvor öðrum um en þetta verður í fyrsta sinn í sjö ár sem deilur um fjárlög leiða til að stöðvunar. 30.9.2025 13:04
Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa. 30.9.2025 10:37
Selena Gomez giftist Benny Blanco Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær. 28.9.2025 14:37
Banna dróna yfir Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa tekið þá ákvörðun að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu. Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. 28.9.2025 14:02
Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Kjarnorkuverið í Sapórisjía í Úkraínu hefur nú verið ótengt í fimm daga og kælikerfi þess keyrt með ljósavélum. Auknar áhyggjur eru uppi um öryggi kjarnorkuversins en Úkraínumenn og Rússar skiptast á að kenna hvor öðrum um ástandið. 28.9.2025 13:21