Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Beindi byssunni yfir höfuð björgunar­sveitar­manns

Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun.

Snýst allt um að tryggja öryggi fólks

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir stöðuna við Grindavík alvarlega, enda séu eldgos í eðli sínu alvarleg, og biður almenning um að fylgjast með fyrirmælum lögreglu. Eðlilega sé verið að rýma Grindavík og í senn biðja fólk um að fara ekki á staðinn.

Færri á­nægðir með Trump og efna­hags­málin

Tæpur helmingur Bandarískra kjósenda telja Donald Trump, forseta, vera á réttri leið þegar kemur að málefnum innflytjenda. Færri eru þó á þeim buxunum þegar kemur að meðhöndlun forsetans á hagkerfi Bandaríkjanna og milliríkjaviðskiptum.

Brot­hætt kvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví munu láta reyna á samstarfið í kvöld. Meðal annars munu þeir brjóta og bramla í leiknum Carry the Glass og reyna að forðast skrímslin í R.E.P.O.

Stjörnum prýdd stikla Black Mirror

Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister.

„Ekki að grínast“ um þriðja kjör­tíma­bilið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar.

Einn sagður hafa drepið hina tvo

Lögreglan í Noregi telur nú að einn þeirra þriggja sem fundust látnir í suðurhluta Noregs í morgun hafi banað hinum tveimur. Enn er til rannsóknar hvernig hinn grunaði dó og hvort hann hafi mögulega einnig verið myrtur.

Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar

Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann.

Morð í Sví­þjóð ekki eins fá í ára­tug

Manndrápum fækkaði mjög í Svíþjóð í fyrra og hefur morðtíðni þar í landi ekki verið lægri í áratug. Í heildina var 92 banað í Svíþjóð í fyrra en árið 2023 var 121 myrtur. Heilt yfir hefur ofbeldisglæpum fækkað töluvert milli ára.

Í­huga hærri tolla á alla

Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni.

Sjá meira