Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Upp­sögnin komi SFV í opna skjöldu

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí.

Bein út­sending: Gera aðra at­lögu að tunglinu

Starfsmenn SpaceX, Geimvísíndastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Intuitive Machines ætla að senda lendingarfar af stað til tunglsins í kvöld. Þetta er annað slíka lendingarfar IM en það síðasta var fyrsta bandaríska geimfarið sem lenti á tunglinu í rúma hálfa öld.

„En við munum sjá til þess að allt fari vel“

Búist er við því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni ferðast til Washington DC á föstudaginn og skrifa undir samkomulag við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um samstarf á sviði efnahagsmála. Samkomulagið þykir mikilvægt og Trump sagði í dag að það gæti fært Bandaríkjamönnum fúlgur fjár en frekari viðræður eru þó nauðsynlegar.

Óbólusett barn lést vegna mis­linga

Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015.

Setur háa tolla á Evrópu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hann ætlaði að setja 25 prósenta tolla á vörur sem fluttar eru frá ríkjum Evrópusambandsins til Bandaríkjanna. Hann skammaðist út í Evrópusambandið og sagði það hafa verið myndað til að koma höggi á Bandaríkin.

Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að brotist hefði verið inn í fyrirtæki. Löregluþjónar fóru á vettvang, ræddu við starfsmenn og ætluðu að skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækisins en kom þá í ljós að innbrotsþjófurinn var enn þar inni.

Bein út­sending: Öryggis­mál í önd­vegi

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og utanríkisráðuneytið, halda í dag málþing um öryggis- og varnarmál á Íslandi. Þar munu utanríkisráðherra og tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar ræða helstu áskoranir Íslands í alþjóðamálum og hvernig megi tryggja öryggi landsins.

Kjara­samningur kennara í höfn

Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag.

Sjá meira