Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum. 5.2.2025 10:25
Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Útlit er fyrir að ekkert verði að samruna Nissan og Honda, bílaframleiðendanna japönsku. Stjórn Nissan er sögð ætla að hafna samrunanum, sem hefði skapað þriðja stærsta bílaframleiðanda heims. 5.2.2025 09:36
Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3.2.2025 17:01
Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit. 3.2.2025 16:10
Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fimm manns með íslenskan ríkisborgararétt voru undir lok síðasta árs á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir þá sem hafa fengið höfnun um dvalarleyfi og á að vísa úr landi. Í heildina eru tæp ein og hálf milljón manna á listanum. 3.2.2025 14:38
Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Sautján ára stúlka lét lífið þegar hún var bitin af hákarli undan ströndum Ástralíu í morgun. Þetta er í annað sinn sem banvæn hákarlaárás á sér stað á svæðinu á þessu ári. 3.2.2025 13:21
Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3.2.2025 11:40
Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi. 30.1.2025 20:39
Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan sex í kvöld. Það var gert eftir að tveir bílar festust á heiðinni. Að minnsta kosti annar þeirra þverar veginn í Skíðaskálabrekkunni. 30.1.2025 19:18
37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. 30.1.2025 18:01