Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Xi Jinping, forseti Kína, er sagður reyna að nota ákafa Donalds Trump, kollega síns í Bandaríkjunum, til að gera viðskiptasamning ríkjanna á milli til að ná fram sínu helsta baráttumáli. Xi vonast til þess að fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn og standa gegn sjálfstæði eyríkisins. 28.9.2025 11:04
Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 28.9.2025 09:32
Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var í gær kölluð út vegna aflvana báts sem staddur var um fimmtíu kílómetra norðaustur af Norðfirði. Fjórir voru um borð í fiskibátnum en engin yfirvofandi hætta var á ferð. 28.9.2025 09:00
Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Elon Musk, einn auðugasti maður heims, segist hafa hafnað boði um að fara á einkaeyju barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auðjöfurinn hefur lýst yfir fordæmingu á þeim sem bendla hann við Epstein eftir að ný skjöl úr dánarbúi Epsteins voru opinberuð. 28.9.2025 08:48
Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28.9.2025 07:52
Með bílinn fullan af fíkniefnum Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í ökumann í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefnis. Svo reyndist vera en vöknuðu einnig grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í bílnum. 28.9.2025 07:18
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27.9.2025 16:01
Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. 27.9.2025 15:02
Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Yfirmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa rekið um tuttugu starfsmenn sem voru á sínum tíma myndaðir við að fara niður á hné eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum árið 2020. Umfangsmikil mótmæli fóru fram víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar morðsins og beindust þau gegn störfum lögreglunnar og mismunun í garð þeldökkra þar í landi. 27.9.2025 14:37
Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Ítalskir lögregluþjónar lögðu á dögunum hald á rúm 150 tonn af sígarettum sem framleiddar voru í ólöglegri og leynilegri verksmiðju sem falin var í neðanjarðarbyrgi. Verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur. 27.9.2025 13:19