
Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss
Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent.