Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sýr­lenska þjóðin á kross­götum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?

Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um.

Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lýst því yfir að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl árið 2026. Þá á að skjóta fjórum geimförum til tunglsins í fyrsta sinn í marga áratugi. Ekki stendur þó til að lenda geimförunum á tunglinu að þessu sinni.

Gífur­lega kröftugur jarð­skjálfti undan ströndum Kali­forníu

Gefin var út flóðbylgjuviðvörun í Kaliforníu eftir að gífurlega kröftugur jarðskjálfti mældist undan ströndum ríkisins. Jarðskjálftinn var af stærðinni 7,0 samkvæmt bandarískum jarðfræðingum og var uppruni hans undan ströndum norðanverðs ríkisins, nærri landamærum Oregon.

Önnur borg í höndum upp­reisnar­manna

Uppreisnar- og vígamenn hafa rekið stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir hliðhollar forsetanum frá borginni Hama. Það er ein af stærri borgum landsins en einungis tveir dagar eru síðan uppreisnarmennirnir hófu sóknina að borginni og var það í kjölfar óvæntrar skyndisóknar gegn Aleppo, í norðvesturhluta landsins.

Skrifaði á skot­hylki sem urðu eftir

Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus.

Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum

Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump.

Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætlaði að tilnefna auðjöfurinn Jared Isaacman sem yfirmann Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Auðjöfurinn hefur verið viðloðinn geimiðnað Bandaríkjanna og fór meðal annars í fyrstu borgaralegu geimgönguna, fyrr á þessu ári.

Franska ríkis­stjórnin fallin

Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta.

Sjá meira