Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglu á Norðurlandi eystra. 4.9.2025 21:16
„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. 4.9.2025 20:39
Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Tala látinna er komin yfir tvö þúsund eftir að gríðarstór skjálfti reið yfir í Afganistan. Erfitt er að koma neyðaraðstoð á svæðið. 4.9.2025 18:20
Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið þar sem mátti sjá kvenmannshár út um farangurshlera. Við nánari athugun reyndist hárið vera einhvers konar hrekkjavökuskraut. 4.9.2025 17:28
Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. 4.9.2025 17:15
Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. 4.9.2025 16:29
Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. 3.9.2025 21:40
Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. 3.9.2025 20:58
Kaupir fjórða húsið við sömu götu Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur. 3.9.2025 19:08
SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum. 3.9.2025 18:01