Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum. 26.9.2025 15:02
Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26.9.2025 14:44
Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Ekki hafa liðið níu dagar frá byrjun skólaársins án þess að brotist hafi verið inn í Gamla Garð, stúdentaíbúðir við Háskóla Íslands. Íbúarnir settu upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan síðast var brotist inn en það er aftur komið niður í núll. Innbrotsþjófarnir létu til skarar skríða í gærkvöldi. 26.9.2025 13:19
Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. 26.9.2025 11:01
Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Fyrsta haustlægðin er mætt til landsins í formi gulra veðurviðvaranna sem tóku gildi klukkan sjö í morgun. Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu og vindhviðum víða um land. 26.9.2025 10:05
Telja dagana frá síðasta innbroti Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. 26.9.2025 06:46
Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni. 25.9.2025 20:02
Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. 25.9.2025 16:15
Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Íbúi í Súðavík keyrði fram á stærðarinnar grjót sem runnið hafði úr Kirkjubólshlíð. Um er að ræða veg sem íbúar á svæðinu aka nær daglega. 25.9.2025 15:59
Uppsagnir hjá Norðuráli í dag 25 starfsmönnum verður sagt upp hjá Norðuráli í dag. Ástæðan er sögð vera aukinn framleiðslukostnaður. 25.9.2025 13:05