Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Franska stjórnmálakonan Marine Le Pen hefur áfrýjað dómi sem hún hlaut vegna misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Hún stefndi á forsetaframboð árið 2027 en með dómnum getur hún ekki boðið sig fram. 13.4.2025 23:27
Laufey tróð upp á Coachella Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda. 13.4.2025 22:25
Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. 13.4.2025 21:37
Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum hefur verið lokað. Einstaklingur situr þar fastur í bíl. 13.4.2025 20:53
„Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13.4.2025 19:47
Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu. 13.4.2025 19:27
Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13.4.2025 18:00
Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Fundur fulltrúa Bandaríkjana og fulltrúa Íran í Óman um kjarnorkuvopn var lýst sem „uppbyggilegum.“ Annar fundur hefur verið boðaður eftir viku. 12.4.2025 23:36
Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu. 12.4.2025 22:14
Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru mjög óánægðir með tillögu mennta- og barnamálaráðherra um að Tækniskólinn taki við nemendunum svo þeir fái að ljúka námi sínu. Fulltrúar nemendafélags skólans segja upplýsingaflæði til nemenda og kennara lélegt. Þá ætla þau að senda ráðherra opið bréf og safna dósum fyrir reikningum skólans. 12.4.2025 21:03