Jón Þór hættur hjá ÍA Jón Þór Hauksson hefur látið af störfum sem þjálfari ÍA í fótbolta karla. Í tilkynningu frá Skagamönnum segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði milli Jóns Þórs og stjórnar félagsins. 16.6.2025 11:07
Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16.6.2025 10:30
Vilja að Mbeumo elti stjórann Eftir að hafa keypt knattspyrnustjóra Brentford ætla Tottenham að bæta um betur og reyna að kaupa lykilleikmann liðsins, kamerúnska landsliðsmanninn Bryan Mbeumo. 13.6.2025 16:46
Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Nýjasti stuðningsmaður ÍR í fótbolta, ekki knattspyrnu, er alþingismaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr. Af því tilefni verður hann heiðursgestur á Breiðholtsslagnum í Lengjudeild karla í kvöld. 13.6.2025 16:00
Börnin vilja sjá þá sænsku blóðga Eriku Hin sænska Norah Guzlander, sem Erika Nótt ætlar að lumbra á í Kaplakrika í kvöld, veigrar sér að sjálfsögðu ekki við því að berjast við svo ungan andstæðing. Börnin hennar verða á svæðinu og gera skýra kröfu um að mamma „kýli meira og fastar“. 13.6.2025 14:31
„Tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg“ Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið. 13.6.2025 13:24
Svona kynnti Þorsteinn EM-hópinn sinn Það var stór stund í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði í dag þar sem Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, fór yfir val sitt á þeim leikmönnum sem fara fyrir Íslands hönd á EM í Sviss. 13.6.2025 12:32
Þessar fara á EM fyrir hönd Íslands: Diljá og Amanda en engin Fanndís Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur nú gefið út hvaða 23 leikmenn verða í EM-hópi Íslands sem brátt hefur keppni á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. 13.6.2025 12:27
„Mamma! Segja áfram!“ Lindex-mótið var haldið á Selfossi 6. júní 2025, þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar og skemmtu sér í góðum félagsskap. Þátt um mótið, þar sem Andri Már Eggertsson tók púlsinn á keppendum, má nú sjá í heild sinni á Vísi. 13.6.2025 11:00
Þorði ekki í mikilvægan landsleik af ótta við stefnu Trumps Kúbverjar eru úr leik í undankeppni HM karla í fótbolta en kannski ættu þeir enn von ef að markvörður þeirra og fyrirliði hefði þorað að yfirgefa Bandaríkin til að spila lykilleik gegn Bermúda. 13.6.2025 07:02