Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Spánverjinn Marc Cucurella rann tvisvar með ansi klaufalegum hætti í leik Chelsea og Tottenham í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og ætlar aldrei að nota sömu takkaskó aftur. 9.12.2024 07:32
„Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ „Þetta er ótrúleg tilfinning. Maður bjóst einhvern veginn aldrei við þessu. Við bræðurnir saman í uppeldisfélaginu okkar,“ segir markvörðurinn Jökull Andrésson eftir mikinn gleðidag í Mosfellsbæ í gær, þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu til leiks fjóra leikmenn. 7.12.2024 08:01
„Heyrt margar reynslusögur“ „Þegar Afturelding hafði samband þá var ekki aftur snúið,“ segir Oliver Sigurjónsson sem genginn er til liðs við Aftureldingu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann hlakkar mikið til að taka þátt í fyrstu leikjum nýliðanna í Bestu deildinni næsta sumar. 6.12.2024 16:00
Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Haukar eru komnir í 16-liða úrslit EHF-keppninnar í handbolta og í dag kom í ljós að næsti andstæðingur þeirra verður slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz. 6.12.2024 14:02
Glódís í 41. sæti í heiminum Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum. 6.12.2024 13:48
Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Nýliðar Aftureldingar eru staðráðnir í að láta til sín taka á sinni fyrstu leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Félagið kynnti í dag fjóra leikmenn til leiks sem taka munu slaginn með liðinu, og í þeim hópi eru afar öflugir bræður og Íslandsmeistari. 6.12.2024 12:09
Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á þessu ári var einn sá lægsti hjá landsliðunum 54 í Evrópu. 6.12.2024 11:33
Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Bandarískir körfuboltamenn settu skemmtilegan svip á íslenska menningu undir lok síðustu aldar, þegar NBA-æðið var í hæstu hæðum, eins og rifjað er vandlega upp í þáttaröðinni Kaninn. 6.12.2024 08:02
Gauti komst á pall á Ítalíu Skíðamaðurinn Gauti Guðmundsson náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hann endaði í 2. sæti á svigmóti á Ítalíu í gær. 5.12.2024 16:45
Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag. 5.12.2024 16:09