Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur fullan stuðning nýrra manna í æðstu stöðum hjá Manchester United, þrátt fyrir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. 3.9.2024 07:31
Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2.9.2024 14:30
Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Fylkisfólk hefur blásið í herlúðra fyrir leikinn við Stjörnuna í Garðabæ í kvöld, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fylkir þarf á sigri að halda í erfiðri fallbaráttu. 2.9.2024 14:00
Segir óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir vottun hlaupsins Íþróttabandalag Reykjavíkur og langhlaupanefnd Frjálsíþróttasamband Íslands hafa deilt um kostnað við vottun hlaupanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og náðu ekki samkomulagi vegna 10 kílómetra hlaupsins í ár. Formaður ÍBR kallar eftir föstu verði fyrir vottun, burtséð frá fjölda keppenda. 2.9.2024 13:09
Neita að selja Trossard Félagaskiptaglugginn í sádiarabíska fótboltanum lokast í dag og félögin þar eru enn að vinna að því að lokka til sín stjörnur úr evrópska boltanum. 2.9.2024 12:31
Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Knattspyrnudeild Stjörnunnar verður ekki refsað vegna framferðis síns við skráningu leikskýrslu, samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. 2.9.2024 12:02
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2.9.2024 11:02
Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Það eru enn rúmir sextán mánuðir í að EM karla í handbolta hefjist, og öll undankeppnin er eftir, en það er engu að síður orðið ljóst í hvaða riðli strákarnir okkar í íslenska landsliðinu myndu spila. 2.9.2024 10:31
Stutt gaman hjá Brynjari og Júlíus kallaður til Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon, sem leikur með Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. 2.9.2024 09:46
Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin í Víkinni og tuttugu mínútna þrennu Dramatíkin og fjörið var alls ráðandi í næstsíðustu umferðinni í hinni hefðbundnu deildakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í gær. 2.9.2024 09:32