Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“

Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld.

Amrabat bíður eftir Man. Utd

Marokkóski miðjumaðurinn Sofyan Amrabat hefur þegar samþykkt að ganga til liðs við Manchester United og þrátt fyrir gylliboð frá Sádi-Arabíu er Old Trafford sá áfangastaður sem hann þráir heitast. Enska félagið hefur þó ekki lagt fram neitt tilboð enn sem komið er.

„Þegar það er verið að mismuna stelpum þá þarf að segja eitthvað“

„Þetta er búinn að vera minn skemmtilegasti tími í þjálfun í fótboltanum. Ég mæli með því að fleiri þjálfarar taki sig til og þjálfi kvennaliðin,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í ítarlegu spjalli við Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Hópsöfnun fyrir HM en eru nú komnar í 16-liða úrslit

Jamaíka gerði sér lítið fyrir og sló út Brasilíu á HM kvenna í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð F-riðils. Stigið dugði Jamaíku til að fylgja Frakklandi sem vann riðilinn með 6-3 sigri á Panama.

Telja 740 fermetra lykil að sigri Valgeirs og félaga

Færeysku meistararnir í KÍ frá Klaksvík freista þess að halda sögulegu Evrópuævintýri sínu áfram með sigri gegn Svíþjóðarmeisturum Häcken í dag, í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Mané og Ronaldo orðnir liðsfélagar

Sadio Mané er nýjasta fótboltastjarnan sem skrifar undir samning við félag í Sádi-Arabíu. Hann var í gær kynntur til leiks hjá Al-Nassr og verður þar liðsfélagi Cristiano Ronaldo.

Sjá meira