Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Glódís og Hákon hlutu af­gerandi kosningu

Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni.

Man. City á fjóra af ellefu bestu í heimi

The Guardian fékk 218 sérfræðinga, þar á meðal þrjá íslenska, til að taka þátt í að velja hundrað bestu knattspyrnukarla heims í ár. Norðmaður, Englendingur og Frakki sitja í efstu þremur sætunum.

Al­freð kom á ó­vart með vali sínu

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 leikmenn sem hann ætlar að treysta á þegar kemur að Evrópumótinu í janúar en þar verða Þjóðverjar á heimavelli.

Teitur fer til Guð­jóns Vals

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson hefur ákveðið að skipta um félag í Þýskalandi næsta sumar og gerast lærisveinn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach.

Stórt klúður þegar treyjur lands­liðsins voru seldar

Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur.

Sara og Elvar á­fram best á þessu ári

Sara Rún Hinriksdóttir er körfuboltakona ársins, fjórða árið í röð, og Elvar Már Friðriksson er körfuboltakarl ársins, þriðja árið í röð.

Ís­lands­mótið aldrei hafist fyrr og aldrei varað lengur

Áætlað er að keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefjist laugardaginn 6. apríl, með leik Íslands- og bikarmeistara Víkings við Stjörnuna. Keppni hefur aldrei hafist fyrr og Í fyrsta sinn nær mótið yfir meira en 200 daga.

Sá besti á árinu bjó til jóla­lag með Ladda

Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman.

Sjá meira