Mourinho útskýrði af hverju hann hafnaði enska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 23:31 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalska knattspyrnustjóranum José Mourinho bauðst á sínum tíma að taka við enska landsliðinu en ákvað að afþakka það. Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira