Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Blikar mæta írsku meisturunum ef allt gengur upp

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta írsku meisturunum úr Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu, takist Blikum að komast áfram úr fjögurra liða forkeppninni sem þeir taka þátt í.

Einka­klefinn, leiðindin við Aron og tíma­mótin á Ís­landi

Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik.

Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta.

Gísli fer til Vals

Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust.

Gísli gat ekki lyft höndinni: „Með svo mikið af verkjalyfjum og dóti í mér“

Gísli Þorgeir Kristjánsson náði á einhvern ótrúlegan hátt að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær, degi eftir að hafa farið úr axlarlið, og skora sex mörk í sigri Magdeburg á Kielce í Köln í gær. Hann segir verkjalyf hafa hjálpað sér en gat þó aldrei lyft skothendinni með eðlilegum hætti.

Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi

Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Stjórnendur PSG æfir en Mbappé segir þá ekki eiga að vera hissa

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé hefur staðfest við frönsku fréttaveituna AFP að hann muni ekki framlengja samning sinn við PSG. Hann segist raunar hafa gert félaginu grein fyrir því fyrir tæpu ári síðan. Frétt um að hann vilji fara til Real Madrid í sumar er hins vegar röng, að sögn Mbappé.

Spilaði bara hundrað mínútur og er farin frá Val

Bandaríska knattspyrnukonan Jamia Fields, sem leikið hafði í hinni sterku, bandarísku úrvalsdeild sem og í efstu deild Noregs, staldraði afar stutt við hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals.

Sjá meira