Átak til stuðnings dómurum: „Ertu vanur því að garga á fólk?“ Knattspyrnusamband Íslands hefur hrundið af stað átaki vegna hegðunar fólks í garð dómara, til að vekja athygli á störfum þeirra og mikilvægi fyrir fótboltann. 26.5.2023 15:45
Þrjár íslenskar á lokamótið og sentímetra munaði Þrjár íslenskar frjálsíþróttakonur tryggðu sér í gær sæti á bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA) en í einu tilviki mátti það ekki tæpara standa. 26.5.2023 11:01
„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“ „Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 26.5.2023 10:35
Toney veðjaði þrettán sinnum á tap félaga sinna Enska knattspyrnusambandið hefur nú greint nánar frá ástæðunum fyrir því að Ivan Toney, framherji Brentford og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Bannið var stytt eftir að Toney var greindur með veðmálafíkn. 26.5.2023 09:49
Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. 26.5.2023 08:01
Skrefi nær því sem engum hefur tekist Leikmenn Boston Celtics hafa spilað fjóra leiki upp á líf og dauða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og alltaf lifað af. Í nótt unnu þeir Miami Heat 110-97 og minnkuðu forskot Miami í 3-2 í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar. 26.5.2023 07:30
Sunna fyrr heim frá Sviss vegna vanefnda á samningi Markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir hefur ákveðið að snúa heim til Íslands og rifta samningi sínum við svissneska félagið Amicitia Zürich, vegna vanefnda félagsins. 25.5.2023 15:30
Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR. 25.5.2023 13:27
„Drukkum allt áfengið í Manchester“ Pep Guardiola var nokkuð ánægður með lærisveina sína í Manchester City í gærkvöld, þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Brighton, í ljósi þess að þeir hefðu þremur dögum áður „klárað allt áfengið í Manchester-borg“. 25.5.2023 12:30
Telja Slot hafa verið að nota Tottenham Nú er orðið ljóst að Arne Slot verður ekki næsti knattspyrnustjóri Tottenham en hann hafði verið orðaður við starfið. Slot segist vilja halda áfram starfi sínu hjá Feyenoord sem hann gerði að hollenskum meistara í ár. 25.5.2023 11:30