Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur gegn Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM. Bæði lið tóku með sér fjögur stig úr riðlakeppninni en Ísland er nú efst í milliriðlinum með sex stig. 22.1.2025 20:56
Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Ísland á fyrir höndum afar erfiðan leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í kvöld. Egyptar hafa síðustu ár verið með langsterkasta liðið utan Evrópu og átt fast sæti í hópi átta efstu á HM, og þangað stefna þeir líkt og Íslendingar. 22.1.2025 12:01
KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað unga varnarmenn á sérstakar æfingar í lok þessa mánaðar, í von um að eignast enn betri varnarmenn þegar fram líða stundir. 21.1.2025 17:32
Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Filip Kuzmanovski tryggði Norður-Makedóníu stig gegn Austurríki í dag með mögnuðu langskoti á síðustu stundu, í 29-29 jafntefli á HM í handbolta. Sviss vann stórsigur á Túnis. 21.1.2025 16:12
Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa ristarbrotnað í leik með HSG Blomberg-Lippe í Evrópudeildinni. Hún spilaði seinni hálfleikinn ristarbrotin. 21.1.2025 15:01
Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Þrátt fyrir að hafa spilað á ellefu heimsmeistaramótum þá hefur handboltalandslið Slóveníu aldrei skorað eins fá mörk og í gær, gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og íslenska varnarmúrnum. 21.1.2025 14:32
Telma mætt til skosks stórveldis Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. 21.1.2025 13:17
Meistarar City halda áfram að bæta við sig Englandsmeistarar Manchester City halda áfram að bæta við leikmannahóp sinn og hafa nú fest kaup á varnarmanninum unga Vitor Reis fyrir 29,6 milljónir punda. 21.1.2025 11:35
Haukar og Valur sluppu við að mætast Nú er orðið ljóst hverjir mótherjar Vals og Hauka verða í 8-liða úrslitum EHF-keppni kvenna í handbolta. Þau drógust ekki saman og ef íslensku liðin komast áfram þá mætast þau ekki heldur í undanúrslitunum. 21.1.2025 10:21
Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. 21.1.2025 08:00