Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Víkingar kæmust í 960 milljónir

Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA.

Kennir sjálfum sér um ó­farir Gísla

Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans.

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fót­bolta“

„Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings.

KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær lang­mest

Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband.

Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi

Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni.

Glódís skæl­brosandi í lands­leikina

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir brosti breitt í leikslok og fagnaði vel með samherjum sínum eftir 1-0 sigur Bayern München gegn Werder Bremen í dag.

Gísli stór­kost­legur í toppslagnum

Gísli Þorgeir Kristjánsson var í algjöru aðalhlutverki á spennandi lokakafla í toppslag Magdeburg og Melsungen í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Magdeburg vann leikinn 29-28.

ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga

Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.

Frestað í Dan­mörku vegna frosts í jörðu

Dómarinn var ekki í vafa um að völlurinn skapaði hættu fyrir leikmenn og ákvað því að fresta leik AaB og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sjá meira