„Luka, vertu fokking þú sjálfur“ LeBron James var með ansi skýr skilaboð til Luka Doncic þegar leikmenn LA Lakers hópuðust saman í hring rétt fyrir fyrsta leik Slóvenans magnaða, eftir ein stærstu leikmannaskipti sögunnar í NBA-deildinni í körfubolta. 11.2.2025 08:32
Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi. 11.2.2025 07:30
„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni. 10.2.2025 15:32
Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Bandaríska skíðadrottningin Mikaela Shiffrin segist vera að glíma við áfallastreituröskun (e. PTSD) eftir slysið í nóvember. Hún treysti sér því ekki til þess að reyna að verja heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi á HM í Austurríki. 10.2.2025 14:46
Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar. 10.2.2025 12:32
Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans. 10.2.2025 11:00
Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. 10.2.2025 10:15
„Fólk má alveg dæma mig“ Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins. 10.2.2025 09:04
Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni. 10.2.2025 08:32
Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Leikmenn Adana Demirspor yfirgáfu völlinn og héldu heimleiðis, samkvæmt skipun, til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray í gær í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10.2.2025 08:01