„Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 22.10.2024 19:27
Þau leiða Vinstri græn í Norðvesturkjördæmi Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur kynnt framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningarnar. Listann leiðir Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG í Skagafirði. Bjarki Hjörleifsson frá Stykkishólmi er í öðru sæti og Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir í þriðja. 22.10.2024 18:29
„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. 22.10.2024 17:15
„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. 22.10.2024 09:03
Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 21.10.2024 22:48
Grunaður um að hafa ekið ölvaður og gegn rauðu ljósi Ökumaður var handtekinn eftir að hafa ekið á tvo gangandi vegfarendur í hverfi 105 í dag. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og gegn rauðu ljósi. 21.10.2024 20:37
Tæpur þriðjungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Meirihluti þjóðarinnar, eða um 66 prósent, eru ánægð með stjórnarslitin samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þá vilja flestir, eða um þriðjungur, að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, leiði næstu ríkisstjórn og verði forsætisráðherra. 21.10.2024 19:41
Stefán hélt starfinu með naumindum Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að endurráða Stefán Eiríksson í stöðu útvarpsstjóra til fimm ára. Fimm stjórnarmeðlimir RÚV greiddu atkvæði með því að bjóða Stefáni endurráðningarsamning en fjórir vildu auglýsa stöðuna. 21.10.2024 18:48
Óvenjuleg aukin virkni við Geysi Óvenjuleg aukning á hveravirkni hefur orðið á Geysissvæðinu í Haukadag síðan á laugardag. Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar sem gætu útskýrt þessa virkni. 21.10.2024 17:48
Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15.10.2024 23:54