Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Mótmælendur sem kröfðust aðgerða í málefnum Palestínu fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig skvettu málningu á vegg sendiráðsins fyrr í dag. Þá virðist hafa komið til smávægilegra átaka milli lögreglu og mótmælenda. 5.10.2024 16:13
Engum verði vísað út við myndbirtingu Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. 5.10.2024 14:21
Minnst sextán látnir í aurskriðum í Bosníu og Hersegóvínu Aurskriður sem féllu í Bosníu og Hersegóvínu í nótt og ollu miklum flóðum urðu að minnsta kosti sextán að bana. 5.10.2024 13:34
Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Þriggja bíla árekstur varð til þess að einn bílanna valt nærri Hólmi við Suðurlandsveg á tólfta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 5.10.2024 11:49
Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5.10.2024 10:45
Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hefur tilkynnt að ekki verði teknir upp fleiri þættir af hlaðvarpi hans, Karlmennskunni. 5.10.2024 10:19
Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8.9.2024 23:20
„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. 8.9.2024 22:08
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8.9.2024 21:22
„Þetta er alvöru hret“ Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. 8.9.2024 20:03