Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 23:12 Inga segist ekki geta séð hvernig skattahækkanir á leigutekjur muni leiða af sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi Daða er þó reiknað með leiguverðhækkunum. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann. Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í dag hvort hún óttist að leiguverð hækki í kjölfar skattahækkunar á skattskyldum hluta tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis, vegna frumvarps Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis. Frumvarpið, sem gekk úr fyrstu umræðu og til efnahags- og viðskiptanefndar í dag, felur meðal annars í sér að skattskyldur hluti tekna af útleigu íbúðarhúsnæðis sem nú er 50 prósent hækki í 75 prósent. Hækkunin sé í samræmi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðispakka sem kynntur var í síðasta mánuði. Í greinargerð með frumvarpinu kemur eftirfarandi fram. „Líklegt er að leiguverð muni hækka sökum breytingarinnar, en leiguverð ræðst þó af framboði og eftirspurn og ræðst geta leigusala til þess að hækka leiguna af því. Ekki er að sjá að hækkun afsláttarins árið 2016 úr 30% í 50% hafi leitt til lækkunar leiguverðs.“ Getur ekki séð hvernig leiguverð myndi hækka „Rétt er að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún óttist ekki að leiguverð muni hækka í kjölfarið líkt og segir berum orðum í frumvarpi hæstvirts fjármálaráðherra sem er til umræðu síðar í dag?“ spurði Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra ekki mikilvægt að reyna að halda leiguverði eins lágu og mögulegt er? Hyggst ráðherrann greiða atkvæði með máli sem leiðir til hækkunar á leiguverði?“ Í svari sínu sagðist Inga Sæland ekki geta tekið undir með Ólafi um að þær aðgerðir sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að hækka leiguverð. „Ég get ekki tekið undir það að með því að koma í veg fyrir að einstaklingar séu hér með margar íbúðir í leigu og hreinlega kaupi upp heilu og hálfu blokkirnar til að leigja þær út — ég get ekki séð að það að slökkva á ívilnunum að einhverju leyti hvað það varðar muni hækka leiguverð,“ sagði Inga. Það rökstyður hún með því að benda á metnaðarfullar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem lúti að byggingu þúsunda íbúða og hagræðingu, sem hún segist spennt fyrir að kynni fyrir þingheimi. Tali hvor gegn öðrum Ólafur benti á þetta misræmi í svari Ingu og greinargerðinni með frumvarpinu, þar sem með berum orðum er mælt fyrir um líklega hækkun leiguverðs vegna breytingarinnar, í Facebookfærslu í dag. „Flokkur fólksins hefur ætíð lagt ríka áherslu á að allir hafi þak yfir höfuðið og er það vel og því verður fróðlegt að sjá hvort Inga Sæland styðji fjármálaráðherra í þessari skattahækkun sem mun leiða til hækkunar á leiguverði. Það er allavega ljóst að þarna eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar að tala hvor gegn öðrum,“ skrifar hann.
Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira