Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett

Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Faðir Kobe Bryant er látinn

Joe Bryant, faðir körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryan heitins, er látinn 69 að aldri. Líkt og sonur hans lék Bryant í NBA-deildinni á sínum yngri árum. 

„Búið að leggja upp dauða­færi fyrir Donald Trump“

Stjórnmálafræðiprófessor segir fátt hafa getað verið Donald Trump hagfelldara en atburðarásin á kosningafundi hans á laugardag. Hann sé kominn í dauðafæri í baráttunni um forsetaembættið og hann þurfi að geiga verulega til að klúðra því. 

Kallaði Trump „Hitler Ameríku“ og studdi Never Trump-hreyfinguna

James David Vance, tilvonandi varaforsetaefni Donalds Trump, hefur ekki verið í fylkingu forsetans fyrrverandi um langt skeið, en virðist í dag einn af hans dyggustu stuðningsmönnum. Stjórnmálamenn velta því upp hvort Vance, sem sagði meðframbjóðanda sinn asna og vítaverðan opinberlega fyrir átta árum, sé drifinn af tækifærismennsku. 

„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“

Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. 

J.D. Vance verður vara­for­seta­efni Trump

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tilkynnti fyrir skömmu að J.D. Vance yrði varaforsetaefni í framboði hans. James David Vance er öldungadeildarþingmaður frá Ohio og er 39 ára gamall

Betlari til leiðinda í mið­bænum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um betlara sem hafði verið til leiðinda og „ágengur mjög“ í miðbænum í dag. 

Tobey Maguire er á landinu

Bandaríski stórleikarinn Toby Maguire er á landinu. Samkvæmt heimildum Vísis spókaði hann sig í sólinni í miðborginni síðdegis í dag og tók myndir með aðdáendum. 

Sjá meira