Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. 24.5.2025 15:12
Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg, um tíu kílómetrum vestan við Eldey, fannst vel á suður- og vesturlandi klukkan 14:21. Samkvæmt frummati var skjálftinn 4,9 að stærð. 24.5.2025 14:48
X-ið hans Musk virðist liggja niðri Fjöldi notenda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur átt í erfiðleikum með að komast inn á miðilinn eftir hádegi í dag. 24.5.2025 13:45
Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi & eigandi Gæludýr.is er nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Ný forysta félagsins var kjörin á aðalfundi á fimmtudaginn. 24.5.2025 12:20
Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins kallar eftir tollasamningi milli sambandsins og Bandaríkjanna sem byggi á virðingu en ekki hótunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu. 24.5.2025 10:44
Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Slökkviliðinu á Suðurnesjum var í gærkvöldi tilkynnt um eld í einbýlishúsi á Vatnsleysuströnd. Þegar slökkvilið bar að garði kom í ljós að um var að ræða eyðibýli. 24.5.2025 10:05
Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn. 24.5.2025 08:59
Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. 24.5.2025 08:14
Skýjað og sums staðar blautt Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og önnur smálægð er við suðausturströndina. Veðurfræðingur spáir hægri og breytilegri átt. 24.5.2025 07:42
Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði talsverðan fjölda ökumanna í gærkvöldi og nótt fyrir ýmis umferðarlagabrot, meðal annars vegna notkunar nagladekkja. 24.5.2025 07:24