„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 19:32 Kjartan Þorbjörnsson, Golli, segir ömurlegt að fréttaljósmyndarar geti ekki sinnt starfi sínu í friði. Vísir/Vilhelm Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli. Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli.
Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira