Fólk fari ekki að gosinu: „Nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað“ Miklar varúðarráðstafanir hafa verið í gildi frá upphafi eldgossins við Grindavík í morgun. Björgunarsveitarmaður biðlar til fólks að koma ekki að svæðinu. 14.1.2024 20:13
Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. 14.1.2024 19:48
Svona var upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Bein textalýsing á fundinum fer fram hér. 14.1.2024 18:31
Vaktin: „Ég er að horfa á húsið mitt brenna“ Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, klukkan 7:57 í morgun, sunnudag. Hraun náði til byggða í Grindavík á öðrum tímanum. 14.1.2024 04:29
Órói við Grímsvötn farið hratt vaxandi í kvöld Órói við Grímsvötn hefur farið hratt vaxandi nú í kvöld. Má gera ráð fyrir að hlaupið sé að nálgast hámarksrennsli úr vötnunum, en því hafði verið spáð að það myndi gerast nú um helgina. 14.1.2024 00:12
Aurskriða varð minnst 34 að bana Að minnsta kosti 34 létust og tugir slösuðust þegar aurskriða féll á fjölförnum þjóðvegi í Kólumbíu í gær. 13.1.2024 23:53
Hátt í tvö þúsund manns mættu í samstöðugöngu Fjölmenn samstöðuganga fyrir Palestínu var gengin niður Laugaveg í dag. Skipuleggjendur telja að hátt í tvö þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni, sem endaði með samstöðufundi á Austurvelli. 13.1.2024 22:43
Binda vonir við skólastarf og aðra þjónustu í Grindavík næsta haust Sviðsstjóri Almannavarna segist binda vonir við að viðgerðir í Grindavík í sumar muni bera þann árangur að skólastarf og önnur þjónusta bæjarins verði með eðlilegu móti næsta haust. Dómsmálaráðherra segir umfangsmikla skoðun á öllum jarðvegi bæjarins með það að augnamiði að gera búsetu öruggari hefjast á næstunni. 13.1.2024 21:45
Stígur til hliðar og hyggst hjálpa Biden að ná aftur kjöri Bandaríski stjórnmálamaðurinn John Kerry segist ætla að stíga til hliðar sem sérstakur loftslagsráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna seinna á árinu til þess að aðstoða Joe Biden Bandaríkjaforseta og frambjóðanda með kosningaherferð sína. 13.1.2024 20:45
Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 13.1.2024 19:31