Mótmælendur reyndu að brjótast inn í ráðhús Belgrad Lögreglumenn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, beittu í gær táragasi á mótmælendur sem mótmælt hafa ríkisstjórninni eftir að niðurstöður þingkosninga voru birtar í síðustu viku. Stjórnarandstöðufólk segir að um kosningasvik sé að ræða. 25.12.2023 13:33
Sex ára dreng flogið á vitlausan áfangastað Sex ára bandarískum dreng, sem ferðast átti frá Pennsylvania-ríki til Fort Myers í Flórída með flugfélaginu Spirit Airlines í gær, var komið fyrir í flugvél til Orlandó borgar af fylgdarmanni flugfélagsins. 25.12.2023 11:19
Skotárás í gærkvöldi til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál frá því í gærkvöldi þegar tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. 25.12.2023 10:49
Úkraínumenn halda jólin í desember í fyrsta skiptið Rétttrúnaðarfólk í Úkraínu mun í dag, jóladag, halda jól í desember í fyrsta skiptið. Hingað til hefur þjóðin formlega fagnað jólunum þann 7. janúar, samkvæmt júlíanska tímatalinu. 25.12.2023 10:21
Brjálað að gera í Skeifunni: „Alltaf eitthvað sem vantar“ Þrátt fyrir að flestir reyni að klára jólaundirbúninginn tímanlega gerist það jafnan að eitthvað gleymist, sem þarf svo að redda á síðustu stundu. Margir eru eflaust í slíkum erindagjörðum í Skeifunni einmitt núna. 24.12.2023 14:41
Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. 24.12.2023 12:56
Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24.12.2023 11:07
Óvissustig í gildi og margir vegir lokaðir Veðurstofa Íslands lýsti í gær yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið tók gildi á miðnætti. 24.12.2023 08:47
Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Aðfangadagur jóla er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa síðustu hráefnin í sósuna og síðustu jólagjöfina. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. 24.12.2023 08:25
Fjöldi mála hjá lögreglu í nótt Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var annasöm að því er segir í fréttaskeyti lögreglunnar. Fjöldi mála komu á borð lögreglu milli klukkan fimm í gær og fimm í morgun, eða 44, fyrir utan almennt eftirlit. 24.12.2023 07:33