Borgarstjóri felldi Óslóartréð í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Óslóartré ársins í Heiðmörk í hádeginu í dag. Tréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. 29.11.2023 20:23
Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“ Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. 29.11.2023 19:38
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29.11.2023 18:36
Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28.11.2023 22:46
Hellisheiðinni lokað á morgun Hellisheiðinni verður lokað tímabundið á morgun vegna malbiksviðgerða á veginum. 28.11.2023 21:28
Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. 28.11.2023 20:26
Segir aukna eftirspurn eftir fituflutningsaðgerðum í kinnum Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. 28.11.2023 19:16
Byrjað að fylla í sprunguna Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 28.11.2023 18:18
Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. 28.11.2023 17:52
Drónamyndir RÚV sýni mjög ólíklega kviku Rauðar ljóstírur sem sáust í drónaskoti í kvöldfréttatíma RÚV eru að sögn veðurfræðings mjög ólíklega kvika. Ekkert bendi til þess að gos sé hafið. 20.11.2023 00:16